Vilja 32 metra langa bíla

Bílsmiðir vilja vöruflutningabílanna stærri.
Bílsmiðir vilja vöruflutningabílanna stærri.

Framleiðendur vörubíla í Evrópu hafa hafið herferð fyrir því að fá að smíða enn lengri flutningabíla. Það segja þeir muni minnka losun gróðurhúsalofts og lækka rekstrarkostnað í flutningasamgöngum.

Samtök evrópskra bílsmiða (ACEA) segja að auka þurfi flutningagetu á vegunum eins mikið og skynsamlegt þykir. Þar á meðal þykir ávinningur af lengri vöruflutningabílum vera augljós.
 
Í ítarlegri skýrslu er staldrað við 32 metra langa vöruflutningabíla og sagt að þrír slíkir gætu komið í stað sex venjulegra flutningabíla hvað flutningagetu varðar. Stærri bílar myndu minnka þörfina fyrir bílstjóra um helming, þeir yrðu fyrirferðaminni í umferðinni og með þremur stórum í stað sex minni minnkaði losun gróðurhúsalofts um 27%.

ACEA vísar til þess að svonefndir EMS flutningabílar séu leyfðir í Belgíu, Danmörku, Finnlandi, flestum þýsku sambandslandanna, Hollandi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð. Reynslan af þeim sýni ótvírætt kosti löngu flutningabílanna. Segir ACEA þróunina kalla á að svona langir flutningabílar verði leyfðir í allri Evrópu svo flutningar yfir landamæri gangi hnökralaust fyrir sig.

mbl.is