Fyrsta fjölorkustöðin opnuð

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bart Biebuyck yfirmaður sameiginlegs …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bart Biebuyck yfirmaður sameiginlegs fyrirtækis Evrópusambandsins á sviði efnarafala- og vetnismála, opnuðu stöðina formlega. mbl.is/RAX

Fyrsta fjölorkustöðin var í gær opnuð við Miklubraut, en þar eru í boði allir endurnýjanlegir orkugjafar sem framleiddir eru á Íslandi.

Bensínstöð Orkunnar norðan við Miklubraut var breytt í fyrstu fjölorkustöð landsins, en verkefnið er samstarfsverkefni styrkt af Evrópusambandinu. Munu viðskiptavinir áfram geta keypt hefðbundið jarðefnaeldsneyti, en auk þess metangas frá urðunarstað Sorpu í Álfsnesi, vetni frá Orku náttúrunnar sem framleitt er með rafgreiningu í Hellisheiðarvirkjun. Að lokum geta viðskiptavinir notað hraðhleðslur fyrir rafmagns- og tengitvinnbíla og kemur rafmagnið frá Orku náttúrunnar.

Frá opnunarathöfninni.
Frá opnunarathöfninni. mbl.is/RAX


Verkefnið fékk tveggja milljóna evru styrk frá Evrópusambandinu og hefur verið í undirbúningi um nokkur skeið. Verkefnisstjórn og þróun hefur verið í höndum Íslenskrar NýOrku en stöðin verður rekin og er í eigu Orkunnar.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti ávarp við opnun stöðvarinnar og voru þrír vistvænir bílar fylltir með innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Fyrsta rafmagnsfyllingin.
Fyrsta rafmagnsfyllingin. mbl.is/RAX
mbl.is