Endurhannaður utan sem innan

Gestir á frumsýningu Öskju máta sig við hinn nýja Mercedes-Benz …
Gestir á frumsýningu Öskju máta sig við hinn nýja Mercedes-Benz GLE. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bílaumboðið Askja frumsýndi í dag nýjan Mercedes-Benz GLE í húsakynnum bílaumboðsins  að Krókhálsi 11.

„Þessi vinsæli jeppi hefur nú verið endurhannaður bæði að utan sem innan og er nú orðinn enn tæknivæddari, stærri og glæsilegri. Nýr GLE er lengri og breiðari en áður og farangursrýmið er enn stærra. GLE er fáanlegur í sjö sæta útgáfu,“ sagði í tilkynningu um sýninguna.

Innanrými GLE er sérlega vandað en þar sameinast þægindi og tæknilegir eiginleikar. Státar jeppinn af góðu plássi fyrir ökumann og farþega. Nýr breiðskjár, raddstýrt MBUX margmiðlunarkerfi og stafrænn snertiskjár tryggja þægilegan akstur og góða afþreyingu fyrir þá sem vilja. Jeppinn er búinn Hey Mercedes raddstýringarkerfinu sem kom fyrst í A-Class á síðasta ári.

GLE er með nýjum undirvagni og fjöðrunin hefur verið bætt enn frekar. Bíllinn er með 4MATIC fjórhjóladrifinu frá Mercedes-Benz.

GLE er fáanlegur með dísil- og bensínvélum. Þannig er GLE 300d, sem hefur verið ein vinsælasta útgáfa GLE, með þriggja lítra dísilvél sem skilar 245 hestöflum og dráttargetan er upp á 3 tonn. Eyðsla jeppans er 6,4 lítrar á hundraðið samkvæmt WLTP staðli en jeppinn er væntanlegur með tengiltvinnvél með allt að 100 km drægi.

Hinn nýi Mercedes-Benz GLE í húsakynnum Öskju í dag.
Hinn nýi Mercedes-Benz GLE í húsakynnum Öskju í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hinn nýi Mercedes-Benz GLE í húsakynnum Öskju í dag.
Hinn nýi Mercedes-Benz GLE í húsakynnum Öskju í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hinn nýi Mercedes-Benz GLE á frumsýningu Öskju í dag.
Hinn nýi Mercedes-Benz GLE á frumsýningu Öskju í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Spáð í spilin á frumsýningu hins nýja Mercedes-Benz GLE í …
Spáð í spilin á frumsýningu hins nýja Mercedes-Benz GLE í húsakynnum Öskju í dag. Kristinn Magnússon
mbl.is