Radical kynntur á hringakstursbrautinni

Radical R1 sló brautarmet á hringakstursbrautinni í fyrstu atrennu.
Radical R1 sló brautarmet á hringakstursbrautinni í fyrstu atrennu. Kristinn Magnússon

Radical Iceland verður með kynningarviðburð á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins á morgun, laugardag, milli 10 og 14:30. 

Þar geta áhugasamir fengið að upplifa Radical SR1-kappakstursbílinn og notið veitinga í klúbbhúsinu.

Fjallað var um Radical í Bílablaði Morgunblaðsins á þriðjudag en með komu þessara bresku keppnisbíla til landsins standa vonir til að takist að hefja nýtt skeið í íslenskum akstursíþróttum.

Þykja Radical bjóða upp á gott jafnvægi í verði, rekstrarkostnaði, krafti og aksturseiginleikum og er merkið mjög vinsælt á meðal áhugakappakstursfólks um allan heim.

Nánari upplýsingar, s.s. um skráningu í reynsluakstur eða „hot lap“ í farþegasætinu má finna á facebooksíðu Radical Iceland.

mbl.is