Reynt að örva rafbílasölu

Audi e-tron.
Audi e-tron.

Þjóðverjar eru ekki sérlega mikið fyrir rafbíla. Stjórnvöld settu á sínum tíma til hliðar 1,2 milljarða evra sem nota skyldi til að umbuna kaupendum rafbíla.

Styrkirnir áttu að standa til boða í þrjú ár og duga vegna kaupa á allt að 300.000 rafbílum. Verkefnið átti að gilda fram á sumar í ár.

Niðurstaðan er hins vegar sú, að einungis 114.000 rafbílar hafa selst á gildistíma niðurgreiðslnanna. Þykir árangurinn vonbrigði og rýra gildi áætlana yfirvalda í Berlín um rafvæðingu í bílasamgöngum. Reyndar hefur bílsmiðum verið kennt um að hluta sakir slakrar markaðssetningar rafbíla.

Því hefur verið ákveðið  að framlengja styrkboðið fram á næsta ár í þeirri von að neytendur taki sig rösklega á og fái sér rafbíl.

Audi e-tron.
Audi e-tron.
mbl.is