Stöðugur samdráttur í eitt ár

Kínverski rafdrifni lúxusbíllinn Gyon á stalli sínum á bílasýningunni í …
Kínverski rafdrifni lúxusbíllinn Gyon á stalli sínum á bílasýningunni í Sjanghæ í apríl sl. AFP

Nýliðinn maí-mánuður var sá tólfti í röðinni sem samdráttur á sér  stað í sölu fólksbíla í Kína.

Nýskráningar í maí skruppu saman um 12,5% miðað við maí í fyrra og námu 1,61 milljón bíla.

Mest líða kínverskir bílsmiðir fyrir samdráttinn en sala þeirra dróst saman um 25% í maí.

Þvert á samdráttinn jókst sala lúxusbíla um 10%.

mbl.is