Toyota númer eitt en VW sækir á

Þróunareintak sjálfekna farartækisins Rhombus sem Toyota kynnti á bílasýningunni í …
Þróunareintak sjálfekna farartækisins Rhombus sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Sjanghæ i Kína í apríl. AFP

Toyota hélt stöðu sinni sem verðmætasti bílaframleiðandi heims í árlegu mati Kantar Millward Brown rannsóknarsetursins á hundrað verðmætustu vörumerkjunum.

Aðeins þrír bílaframleiðendur komust í hóp 100 verðmætustu vörumerkjanna, samanborið við fimm árið 2018. Er þar um Mercedes-Benz og BMW að ræða. Af nýja árslistanum féllu Ford og Honda.

Þá var Volkswagen eina vörumerkið í hópi 10 efstu sem bættu stöðu sína frá því árið áður. Reis verðmæti VW um 12% frá fyrra ári.    

Toyota hefur verið í efsta sæti á BrandZ-listanum í 12 ár af undanförnum 14 sem heimslisti vörumerkjanna hefur verið tekinn saman. Í þau tvö ár sem japanski bílsmiðurinn var ekki í toppsætinu, 2010 og 2012, varð hann í öðru sæti.

Út frá heimildum Kantar Millward Brown er verðmæti Toyota 29,15 milljarðar dollara. Verðmæti Mercedes er 23,36 milljarðar dollara og BMW 23,33 milljarðar.

Verðmæti annarra bílsmiða er sem hér segir í milljörðum dollara talið:

4. Honda    11,75
5. Ford       11,21
6. Nissan    10,55
7. Tesla      9,29
8. Audi       8,56
9. VW        6,71
10. Porsche    5,82

mbl.is