Svart útlit í Bandaríkjunum

Vegna þrenginga ákvað Ford um miðjan maí að fækka starfsmönnum …
Vegna þrenginga ákvað Ford um miðjan maí að fækka starfsmönnum um 7.000. AFP

Horfurnar í bandarískri bílaframleiðslu eru slæmar segir í þungbúinni matsskýrslu Bank of America/Merrill Lynch.

Segir bankinn í greiningu sinni, að bílaframleiðendur vestra megi búast við allt að 30% sölusamdrætti á árinu 2022.

Lækkið ekki verðið eins og gert var eftir fjármálahrunið, leitist í staðinn við að bæta hagnað af reglulegri starfsemi, annars munið þið ekki geta fjárfest í nýrri framtíðartækni, segir bankinn í ráðleggingum sínum til bílaframleiðenda.

Fjögur næstu árin eru í farvatninu 62 ný bílamódel frá bandarískum bílsmiðum, samanborið við 40 alla jafnan.

mbl.is