Drónarnir elta hraðafíkla uppi

Lögreglumaður sýnir möguleika dróna til löggæslu og umferðareftirlit skammt frá …
Lögreglumaður sýnir möguleika dróna til löggæslu og umferðareftirlit skammt frá París.

Drónar gegna auknu hlutverki við eftirlitsstörf frönsku lögreglusveitanna. Nú er komið að því að flygildin litlu verði brúkuð til eftirlits með hraðakstri á Parísarsvæðinu.

Flygildin smáu hafa reynst vel við eftirlit með hraðakstri í suðvesturhluta Frakklands en þar var fyrsta hraðasektin af völdum dróna gefin út fyrir tveimur árum.

Sérstakar umferðaröryggissveitir (CRS) tóku dróna í notkun til eftirlits á A63 hraðbrautinni milli Bordeaux og Bayonne um hvítasunnuhelgina. Þótti það takast með ágætum en dróninn leiddi í ljós að fjöldi ökumanna vöruflutningabíla virti ekki reglur um öryggisbil milli bíla á ferð. Fengu þeir sektarmiða senda heim í pósti.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: