Dísillandið Austurríki

Úr umferðinni í Austurríki.
Úr umferðinni í Austurríki.

Evrópska bílasölukeðjan Autoscout24 hefur rannsakað áhuga evrópskra neytenda fyrir kaupum á dísilbílum. Er hann býsna misjafn eftir löndum.

Tæplega tveir þriðju þeirra, eða 63%, sögðu að slík bílkaup heyrðu sögunni til. Undantekningin var Austurríki en 56% þarlendra neytenda kváðust geta hugsað sér að kaupa dísilbíl.

Spánverjar og Frakkar eru heldur ekki harðir andófsmenn þegar dísilbílar eru annars vegar. 41% þeirra fyrrnefndu og 40% hinna síðarnefndu sögðust tilbúnir að kaupa dísilbíl.

Í Þýskalandi svöruðu 38% spurningunni jákvætt. Andstaðan við dísilbílum reyndist mest í Hollandi, samkvæmt athugun Autoscout24. Þar gátu aðeins 19% hugsað sér að kaupa hina forboðnu bíla. agas@mbl.is

mbl.is