Flatbökum ekið heim að dyrum á sjálfeknum bílum

Sjálfekni pítsubíllinn skilar pöntunum heim að dyrum.
Sjálfekni pítsubíllinn skilar pöntunum heim að dyrum.

Nuro heitir frumkvöðlafyrirtæki í Houston í Texas í Bandaríkjunum sem ætlar sér í samkeppni við sendibíla og hjólasendla um dreifingu á pítsum.

Domino's-pítsusmiðjan hefur stutt við bakið á tilraunum með sjálfekna bíla sem fært hafa neytendum bökuna frægu hratt og örugglega heim að húsi.

Gekk Domino's til samstarfs við Ford um smíði og þróun lítils flota pítsu-hraðsendibíla til brúks í Michigan. Og nú hefur Domino's hafið samstarf við Nuro um að veita þessa sömu dreifingarþjónustu í Houston.

Nuro er eitt fjölda fyrirtækja sem eru að þróa og framleiða sjálfekin farartæki til matvæla- og vörudreifingar innan borgarsvæða. Komst það á kortið í byrjun árs er japanska samsteypan SoftBank fjárfesti í fyrirtækinu fyrir milljarð dala. Fram að því hafði Nuro smíðað sex R1-bíla en nú mun þeim fjölga mjög. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: