Renault selur flesta rafbíla

Rafbíllinn Renault Zoe
Rafbíllinn Renault Zoe

Á fyrri helmingi ársins nam sala á rafbílum í Frakklandi aðeins sem nemur 2% af heildar nýskráningum nýrra bíla þar í landi.

Hér er þrátt fyrir allt um lítilsháttar aukningu að ræða frá árinu áður, að sögn franska bílablaðsins Auto Plus.

Renault reyndist söluhæsti rafbílasmiðurinn með 21.007 seldra hreinna rafbíla frá áramótum til júníloka.

Í öðru sæti varð Tesla með 3.730 bíla, í þriðja Nissan með 2024, Kia í fjórða með 1.380, BMW í fimmta með 1.173, Hyundai í sjötta með 1.084, Smart í áttunda með 948, Citroen í níunda með 482  og Volkswagen í tíunda sæti með aðeins 382 bíla. 

Söluhæsta einstaka bílamódelið varð Renault Zoe með 8.877 eintök.

mbl.is