Sektaðir fyrir rangar akreinar

Menn verða hafa gilda ástæðu fyrir því að halda sig …
Menn verða hafa gilda ástæðu fyrir því að halda sig á annarri og þriðju akrein, svo sem í þessar umferðarteppu á A63 hraðbrautinni skammt frá Bordeaux. AFP

Bílstjórar í Frakklandi sem hanga á miðakreininni eða þeirri lengst til vinstri á þriggja akreina hraðbrautum eiga ekki von á góðu.

Mega þeir gera ráð fyrir að fá í póstinum sektarmiða upp á 150 evrur - jafnvirði um 21 þúsund íslenskra króna - fyrir atferli sitt, hafi þeir á annað borð ekki góða ástæðu fyrir því.

Við venjulegar aðstæður er mið- og vinstri akreinin á þriggja akreina hraðbrautum eingöngu ætlaðar til framúraksturs.   

Ökumenn sem hins vegar halda áfram akstri á ytri akreinunum tveimur án góðrar ástæðu eiga yfir höfði sér 35 evru sekt (tæplega 5 þúsund krónur), samkvæmt R412-9 grein umferðarlaganna. Gefinn er góður afsláttur gegn sektargreiðslu á staðnum en þá fer brotið á 22 evrur (rúmar 3 þúsjnd krónur). Trassi menn hins vegar að borga sektina og dragi það fram yfir gjaldfrest hækkar sektin í 150 evrur.

Þessu til viðbótar varðar það einnig 35 evru sekt að skipta um akreinar án þess að gefa það nægilega til kynna - annað hvort við framúrakstur eða koma sér aftur inn á rétta akrein. Viðbótargjaldið við slíku framferði er þrír ökuskírteinispunktar.

mbl.is