Sá dýrasti á sex milljarða

Ferrari 250GTO
Ferrari 250GTO Ljósmyndir/RM Sotheby’s

Til að eignast heimsins dýrustu og þjóðsagnakenndra keppnisbíla eða goðsagnakenndra  sportbíla þá er megin forsendan fyrir því að menn eigi sekki fulla fjár og jafnvel gullklumpa í bankahólfi sínu.

Fyrir liggur að fornir klassískir bílar eiga til að seljast dýru verði á uppboðum. En hversu mikið þarf að leggja út til að komast yfir fágætan eðalbíl? Svarið við því er að finna hjá helstu bílauppboðshöldurum heims, en eitt orð  segir allt um það; „heilmikið“.    

Frá arfsögunni Ferrari til . . . Ferrari goðsagnanna hafa eftirsóttustu aflbílar liðinna daga verið að staðaldri slegnir fyrir stórfé. Tilboðin hafa verið að hækka í seinni tíð og öll met frá árinu 2013 verið slegin.

Þau verð sem getið er hér á eftir hafa verið endurreiknuð með tilliti til verðbólgu til að fá réttan samanburð. Eru tíu dýrustu uppboðsbílarnir sem hér segir:

1956 Ferrari 290 MM: 2,7 milljarðar ÍSK

1956 Ferrari 290 MM
1956 Ferrari 290 MM RM Sotheby’s


Fyrir rúmu hálfu ári, í desember sl., var þessi keppnisreyndi og prjónandi fákur sleginn á sem nam 18,2 milljónum sterlingspunda, jafnvirði 2,7 millljarða króna, á  Petersen Automotive Collection uppboðinu. Ferrari tefldi honum fram til keppni á sjöunda áratugnum, meðal annars í annáluðum mótum eins og Mille Miglia og meðal ökumanna sem stýrðu honum voru kappakstursgoðsagnirnar Juan Manuel Fangio og Stirling Moss.

1955 Jaguar D-Type:  2,8 milljarðar ÍSK

1955 Jaguar D-Type
1955 Jaguar D-Type RM Sotheby’s


D-týpan er sjaldgæf og skorturinn skilar sér í háu verði þegar slíkir gripir gefast. Jaguar framleiddi þá ekki marga og þessi er all sérstakur. Líklega nær uppruna sínum en aðrar D-týpur, með undirvagninn XKD 501. Vann hann sigur í sólarhringskappakstrinum í Le Mans í Frakklandi árið 1956. Bíll þessi hefur verið í einkaeigu alla tíð og sá er borgaði fyrir hann sem svarar 18,8 milljónum punda á uppboði í Monterey í Kaliforníu 2016 er einungis þriðji eigandi hans.

1956 Aston Martin DBR1: 2,87 milljarðar ÍSK

1956 Aston Martin DBR1
1956 Aston Martin DBR1 RM Sotheby’s


Frá einni goðsögn til annarrar, þá er þessi straumlínulaga Aston Martin dýrasti breski bíllinn sem nokkru sinni hefur verið seldur á uppboði.  Er þetta fyrsti bíllinn af aðeins fimm sem voru framleiddir. Meðal ökumanna sem óku DBR1/1 bílnum í keppni voru flestir helstu keppnismenn um miðja síðustu öld; Stirling Moss, Jack Brabham og  Carroll Shelby. Vann þessi bíll 1.000 kílómetra kappaksturinn í  Nürburgring  1959. Er þetta ef til vill mikilvægasti bíllinn sem Aston Martin hefur sent frá sér og því fékkst þetta góða verð fyrir hann.

1964 Ferrari 275 GTB/C Speciale: 3,5 milljarðar ÍSK

1964 Ferrari 275 GTB/C Speciale
1964 Ferrari 275 GTB/C Speciale RM Sotheby’s


Sérstakt nafn, sérstakt eðli og þótt hann hafi verið byggður á Ferrari 275 með handsmíðaða keppnisyfirbyggingu þá er þessi létti stóðhestur frá sjöunda áratugnum einn þriggja sem sérsmíðaðir voru til keppni í sólarhringskappakstrinum í Le Mans 1964. Vegna deilna við mótshaldara varð ekki af þátttöku þeirra. Þessi bíll var arftaki Ferrari 250GT0 en fágætari. Ekki amalegt fyrir kaupanda hans 2014 að eiga hann í bílskúr sínum.

1967 Ferrari 275 GTB/4*S NART Spider: 3,7 milljarðar ÍSK

1967 Ferrari 275 GTB/4*S NART Spider
1967 Ferrari 275 GTB/4*S NART Spider RM Sotheby’s


Formlega bauð Ferrari ekki upp á þakfelling af 275 GTB/4 bílnum. Greip því annálaður bandarískur bílainnflytjandi, Luigi Chinetti, tækifærið og fékk félaga sinn Enzo Ferrari til að smíða fyrir sig 10 skraddarasniðin eintök af þannig útgáfu sem hann flutti vestur um haf. Þetta eintak keypti Eddie nokkur Smith og var bíllinn í eigu fjölskyldu hans þar til 2013 að hann var seldur á 22,7 milljónir punda sem var metfé fyrir uppboðsbíl á þeim tíma.

1956 Ferrari 290 MM: 3,7 milljarðar ÍSK

1956 Ferrari 290 MM
1956 Ferrari 290 MM RM Sotheby’s


Áður séð?. Endurglædduu ekki síðuna: þetta er annað eintakið af Ferrari 290 MM sem einnig keppti í Mille Miglia árið 1956 og var einnig ekið einu sinni af Fangio. Lauk keppni í þessum fræga kappakstri í fjórða sæti. Hefur í millitíðinni skipt nokkrum sinnum um heimilisfang en núverandi eigandi komst yfir hann á uppboði 2015.

1954 Mercedes-Benz W196: 4,0 milljarðar ÍSK

1954 Mercedes-Benz W196
1954 Mercedes-Benz W196 RM Sotheby’s


Tilbrigði við stef Fangio. Þessi straumlínulaga silfurör var slegin á 24,5 milljónir punda á Goodwood hátíðinni árið 2013. Hann er enn verðmætasti bíllinn sem er úr öðrum ranni en Ferrari sem seldur hefur verið á uppboði. Á þessum bíl vann Juan Manuel Fangio nokkur mót í formúlu-1 1954 og landaði heimsmeistaratitli ökumanna það ár.   

1957 Ferrari 335S: 4,6 millljarðar ÍSK

1957 Ferrari 335S
1957 Ferrari 335S RM Sotheby’s


Íðilfagur bíll með mikið aðdráttarafl. Þessi keppnisfákur frá Ferrari hefði einan og sér mátt selja sem listaverk. Uppruni hans úr akstursíþróttum er þó líklegri skýring á háu  verði bílsins á Artcurial uppboðinu 2016. Hann skartar gullfallegri skel  sem Sergio Scaglietti hannaði. Honum var teflt fram í Mille Miglia 1957 og vann formúlukappaksturinn á Kúbu 1958. Milli þessara móta  vann hann kappaksturinn í Le Mans með  kappaksturshetjun Mike Hawthorn undir stýri en sá var jafnfimur á bíla sem mótorhjól í keppi.

1962 Ferrari 250GTO: 5,0 milljarðar ÍSK

1962 Ferrari 250GTO
1962 Ferrari 250GTO RM Sotheby’s


Hér er ekki á ferðinni síðasti 250GTO á listanum og skyldi það engum á óvart koma, miðað við fágæti, fegurð og fjölfærni þessarar helstu goðsagnar keppnisbíla  Ferrari. Einn bíll af 36 smíðuðum var seldur á uppboði 2014 eftir að hafa verið 49 ár í eigu eins og sama mannsins. Vel viðhaldið, upprunalegur og með afburða afrekaskrá úr kappakstri var hann sleginn á ígildi 31,5 milljóna punda en það verð var ekki bætt fyrr en fjórum árum seinna, eða þangað til . . .

1962 Ferrari 250GTO: 6,0 milljarðar ÍSK

1962 Ferrari 250GTO
1962 Ferrari 250GTO RM Sotheby’s


. . . til sögunnar kom stallfélagi hans árið 2018. Miðað við ferilskrá hans kemur á óvart að Ferrari skyldi ekki falast eftir honum fyrir bílasögusafn sitt. Upphaflega Series I bíll en síðan klæddur nýrri yfirbyggingu hinna eftirsóttu Series II coachwork in 1964. Var honum hvað eftir annað teflt fram til keppni. Var hann nánast upprunalegur er hann fór undir hamarinn og sleginn á  39,8 milljónir punda.

mbl.is