Þrír frægir og flottir til sölu

Rollsinn var um tíma í eigu Játvarðs konungs Breta.
Rollsinn var um tíma í eigu Játvarðs konungs Breta.

Þrír fræknir fornbílar, með ríkulega sögu hver og einn, verða falir á uppboði í Englandi 7. september næstkomandi.

Fyrstan skal nefna endurbyggðan Rolls-Royce Phantom I frá 1927, „hlöðufund“, sem um tíma var í eigu Játvarðs Englandskonungs.

Hinir tveir hafa getið sér frægðar í sjónvarpi. Annars vegar er þar um að ræða Napier frá 1908 sem hafði hlutverki að gegna í „Downton Abbey“ þáttunum. Og hins vegar Rover frá 1952 sem notaður var í sjónvarpsþáttunum „All Creatures Great And Small“.

Bílarnir verða seldir á hinu annálaða Beaulieu International Autojumble uppboðinu 7. september, sem Bonhams uppboðshaldarinn sér um og haldið er í breska bílasafninu National Motor Museum í Hampshire.

Játvarður konungur á Rolls-Royce bílinn í áratug og þótti táknræn fyrir prins sem þótt glaumgosi. Hálfri öld seinna dúkkaði bíllinn upp og hlutar hans á víð og dreif innan um önnur farartæki og vélar á bóndabæ í Suffolk.

Bíllinn hefur verið endursmíðaður af alúð en verkið tók á þriðja áratug. Því er spáð að allt að 200.000 pund - jafnvirði um 30 milljlónir króna - geti fengist fyrir hann á uppboðinu.

Hinn glæsilegi  Napier 45 Type 23 limúsínan fari á enn hærra verði, eða á  bilinu 250 til 300 þúsund pund. Fyrir utan Downton Abbey kom hann fram í þáttaröðinni „Peaky Blinders“ og „Mr Selfridge“.

Rover 75 er ekki eins verðmætur þótt getið hafi sér frægðar í sjónvarpsþáttum. Hann þarfnast endursmíði og því er spáð að hann fáist fyrir aðeins 1.000 til 1.500 pund, jafnvirð 150 - 225 þúsund íslenskra króna.

Napier er af árgerðinni 1908. Þættirnir um Downton Abbey voru …
Napier er af árgerðinni 1908. Þættirnir um Downton Abbey voru vinsælir á Íslandi og því kannast eflaust margir við kostagrip þennan.
Rover 75 frá árinu 1952.
Rover 75 frá árinu 1952.
mbl.is