Sýningar eiga undir högg að sækja

Ekki vantaði áhorfendur á bílasýninguna í Frankfurt þótt 20 af …
Ekki vantaði áhorfendur á bílasýninguna í Frankfurt þótt 20 af helstu bílsmiðum væru fjarverandi. AFP

Eru bílasýningar að sigla sinn sjó? Ekki er skrítið þó sé spurt því sýnendum hefur fækkað stórum á þremur stærstu bílasýningum Evrópu, í  Genf, París og Frankfurt.

Samkvæmt greiningu á þátttakendum í París 2018, Genf 2019 og Frankfurt 2019 vantaði margar af helstu bílsmiðum á þær.

Verst kemur síðastnefnda sýningin út í þeim samanburði en þar vantaði 16 bílsmiði af þeim 36 helstu. Parísarsýningin, sem fram fer annað hvert ár, kemur ögn betur út en þar voru 22 af 36 helstu sýnendur.

Sýningin í Genf í mars sl. kemur langbest út en til hennar mættu 31 af 36 helstu bílaframleiðendum heims. Þar vantaði aðeis DS, Ford, Jaguar, Land Rover og Volvo.

Í Frankfurt í nýliðnum september vantaði alla frönsku bílsmiðina, þar á meðal Alpine og DS, einnig þá ítölsku, flesta hinna kóresku, japönsku og bandarísku.  

mbl.is