Clio fagnar þrítugsafmæli

Stilla úr myndbandinu um hinn þrítuga Renault Clio.
Stilla úr myndbandinu um hinn þrítuga Renault Clio.

Renault Clio fagnar þrítugsafmæli um þessar mundir og meðal annars með útgáfu auglýsingamyndbands þar sem velgengni bílsins er áréttuð. Í henni er rakin tæknileg þróun bílsins í þrjá áratugi.

Yfirskrift myndbandsins er „glænýr“ Clio og verður það sýnt í sjónvarpi, kvikmyndahúsum og öðrum miðlum en undir seytlar lagið „Wonderwall“ með Oasis.

Clio, fánaberi franska bílsmiðsins Renault, er söluhæsti franski bíllinn frá upphafi vega en rúmlega 15 milljónir eintök hafa komið á götuna um dagana.

Glænýi Clio markar tilkomu fimmtu kynslóðar bílsins og er sagður söluhæsti bíll sinnar tegundar í Evrópu. Í honum er að finna allar nýjustu tæknilausnir sem í bílum er að finna. Að ytra útliti er um að ræða framþróun útlits fjórðu kynslóðarinnar en innanrýmið hefur tekið byltingarkenndum stakkaskiptum, segir Renault.  

Hinn nýi Clio stóðst öryggisprófanir EuroNCAP með glans og hlaut hæstu einkunn, fimm stjörnur. Með vorinu kemur á götuna tvinnútgáfa af bílnum.

Stilla úr myndbandinu um hinn þrítuga Renault Clio.
Stilla úr myndbandinu um hinn þrítuga Renault Clio.
mbl.is