Nýjar kröfur til nýrra bíla

Vínandamælir kemur í veg fyrir ræsingu vélar ef áfengi mælist …
Vínandamælir kemur í veg fyrir ræsingu vélar ef áfengi mælist við að blása í mælinn. Ljósmynd/Thinkstock

Samþykktar hafa verið nýjar kröfur til nýrra bíla í valdastofnunum Evrópusambandsins (ESB).

Meðal annars verður skylt að hafa vínandamæli í hverjum einasta bíl en mælist meira áfengi í blóði ökumanns en leyfilegt er aftengir mælirinn kveikjuna. Því verður ekki komist af stað fyrr en ökumaður er orðinn svo gott sem allsgáður.

Til viðbótar er kveðið á um skyldu allskyns aðstoðarbúnaðar fyrir ökumann. Er þessum búnaði ætlað að bæta upp athyglisskort þreyttra bílstjórans.

Allt á þetta að vera til staðar í nýjum bílum sem koma á götuna frá fyrsta janúar 2022. Aukinheldur verður að vera svonefndur „svartur kassi“ í bílunum, ferðriti sem skráir ýmiss konar gögn um starfsemi bílsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina