Segway spanar inn á nýtt svið

Fjórhjól og buggy-bílar Segway eru engin kríli og útlitið áhugavert. …
Fjórhjól og buggy-bílar Segway eru engin kríli og útlitið áhugavert. Segway spanar inn á nýtt svið.

Varla þarf að kynna ör-farartækjaframleiðandann Segway fyrir lesendum. Fyrirtækið þótti marka kaflaskil í samgöngusögunni með nettum tveggja hjóla einmennings-farartækjum sem gátu haldið jafnvægi á eigin spýtur.

Segway-skutlan náði þó aldrei þeirri almennu útbreiðslu sem að var stefnt og er helst hægt að sjá þetta farartæki í notkun á risastórum vinnustöðum þar sem fólk þarf að komast hraðar milli svæða en hægt er á tveimur jafnfljótum, og einnig á vinsælum áfangastöðum ferðamanna þar sem hentugt þykir að elta leiðsögumann á Segway-tvíhjóli frekar en að arka upp og niður brattar brekkur.

Síðan þá hefur smám saman bæst við úrvalið hjá Segway og býður fyrirtæki í dag upp á skemmtileg hlaupahjól, einhjól og voldug þríhjól. Aldrei hefur Segway þó boðið til sölu jafn fyrirferðarmikil og kraftmikil farartæki og þau sem finna má í nýrri línu sem kynnt var á EICMA-sýningunni í Mílanó fyrr í mánuðinum.

Þar svipti Segway hulunni af fjórhjólum og buggy-bílum sem hannaðir hafa verið með utanvegaakstur í huga. Vekur athygli að farartækin eru ekki rafmagnsknúin, eins og allt það sem Segway hefur smíðað til þessa, heldur nota þau fullkomna tvin-vél. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina