Annar rafbíll Audi

Audi e-tron Sportback.
Audi e-tron Sportback.

Audi hefur svipt hulum af nýjum rafbíl sínum, svonefndum e-tron Sportback. Þar er sagður á ferðinni nytsamlegur og langdrægur fjölskyldubíll.

Audi e-tron Sportback er byggður upp af sama undirvagni og borgarsportjeppinn e-tron. Nýi bíllinn er hins vegar með mun meira afturhallandi þak og líkari tveggja dyra bíl að útliti.

Hér er ekki um neinn smábíl að ræða því e-tron Sportback er yfir 4,9 metra langur, 1,9 metra breiður og 1,6 metra hár. Að sögn Audi fær ökumaður á tilfinninguna að hann sé að aka mun stærri sportjeppa slíkt sé samspil afls og sportlegrar útlitshönnunar.  

Straumlínulaga hönnun yfirbyggingarinnar stuðlar að auknu drægi e-tron Sportback. Dregur 55 útgáfa bílsins 477 kílómetra á fullri hleðslu og 50-útgáfan 372 km. Farangursgeymslan er 615 lítra.
 
Fyrstu eintök þessa annars rafbíls Audi koma á götuna með næsta vori.

Audi e-tron Sportback.
Audi e-tron Sportback.
Audi e-tron Sportback.
Audi e-tron Sportback.
mbl.is