Forsala hafin á Peugeot e-2008

Hinn nýi Peugeot e-2008.
Hinn nýi Peugeot e-2008.

Brimborg hefur hafið forsölu á glænýjum Peugeot e-2008, sem er hreinn rafbíll.  Að auki verða í boði í nýju Peugeot 2008 SUV línunni bæði bensín- og dísilvélar með 8 gíra sjálfskiptingu.

Rafbíllinn er til afhendingar í maí 2020 en bensín og dísilbílarnir verða mánuði fyrr á ferðinni. Eru allar útgáfur bílsins nú þegar komnar í forsölu í vefsýningarsal Brimborgar á brimborg.is.

„Peugeot e-2008 SUV gerir viðskiptavinum kleift að stíga skrefið inn í  rafmagnaða framtíð til að vernda umhverfið og lækka rekstarkostnað án þess að fórna þægindum,“ segir í tilkynningu frá Brimborg.

Rafbílinn Peugeot e-2008 SUV er sjálfskiptur með 50 kWh rafhlöðu sem skilar drægi við kjöraðstæður allt að 310 km. skv. nýrri og strangari WLTP mælingu. Hann er 136 hestöfl með 260 Nm togkraft og snögga hröðun. Er hann 8,5 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.

Rafhlöðuna er hægt að hraðhlaða í allt að 80% hleðslu á 30 mínútum og í 100% hleðslu á 7,5 klst í heimahleðslu. Allir nýir Peugeot bílar eru með 5 ára ábyrgð og rafbíllinn er að auki með 8 ára rafhlöðuábyrgð.

Hönnun nýja Peugeot e-2008 er alveg ný frá grunni og hefur hlotið lof fyrir framsækið útlit sem er undirstrikað með litíumdíóðuljósum framan og aftan, en þau setja sterkan svip á bílinn. Innréttingin er nýjasta kynslóð af Peugeot 3D i-Cockpit sem er fullkominn stafrænn heimur þar sem mælaborð og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns.

Peugeot e-2008 rafbíllinn er með nýjustu aksturs- og öryggistækni sem liðsinnir ökumanni í akstri og tryggir örugga ökuferð. Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, aðlögunarhæfur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun og ný gerð bakkmyndavélar eru dæmi um öryggisbúnað í Peugeot e-2008 SUV.

Sala rafbíla hefur farið vaxandi víða um heim og því verður takmarkað magn í boði á Íslandi en Brimborg hefur tryggt sér ákveðinn fjölda bíla sem eru nú til forsölu í nýjum vefsýningarsal Brimborgar á brimborg.is og eru fyrstu bílar til afhendingar í maí 2020.

Glænýr Peugeot e-2008 kostar frá 4.350.000 krónum og er nú þegar fáanlegur í forsölu í vefsýningarsal Brimborgar. Nánari upplýsingar er á finna á vef Peugeot á Íslandi.

Hinn nýi Peugeot e-2008.
Hinn nýi Peugeot e-2008.
Hinn nýi Peugeot e-2008.
Hinn nýi Peugeot e-2008.
Hinn nýi Peugeot e-2008.
Hinn nýi Peugeot e-2008.
mbl.is