Carlos Ghosn flúinn frá Japan

Fyrrverandi forstjóri bílaframleiðendanna Renault og Nissan hefur tekist að flýja Japan, þar sem hann var í stofufangelsi, og til Líbanons, en þar hefur hann beðið um hæli.

Ghosn sagðist í dag hafa flúið Japan þar sem hann hefði ekki notið réttlætis og sanngirni í málum á hendur honum sem snúast um misnotkun fjármuna Nissan í eigin þágu.

Ghosn, sem er 65 ára, er sakaður um að hafa ekki talið fram nema  hluta tekna sinna á árunum 2010 til 2018. Hafi undanskotin numið alls 85 milljónum dollara.

Í yfirlýsingu í morgun neitaði Ghosn að hafa flúið réttvísina, heldur „flúið óréttlæti og pólitískar ofsóknir“.

Óljóst er hvernig Chosn tókst að flýja Japan þar sem hann hafði verið dæmdur í farbann.

Bifreið ekið í dag, gamlársdag, inn í bílskúr sórs húss …
Bifreið ekið í dag, gamlársdag, inn í bílskúr sórs húss sem samkvæmt dómsskjölum er í eigu Charlos Ghosn í Beirút í Líbnanon AFP
Fjölmiðlar voru mættir á staðinn er Carlos Ghosn kom að …
Fjölmiðlar voru mættir á staðinn er Carlos Ghosn kom að húsi sínu í auðmannahverfi Beirút í morgun eftir flóttann frá Japan. AFP
mbl.is