Sótt að Norðmönnum

Rafbíllinn Renault Zoe er vinsæll í Evrópu.
Rafbíllinn Renault Zoe er vinsæll í Evrópu. mbl.is/​Hari

Norðmenn hafa um nokkurra ára skeið verið í sérflokki varðandi kaup á rafbílum. Nú sækja fleiri lönd að þeim.

Að sögn tímaritsins Green Car Reports hafa Norðmenn verið í fararbroddi í kaupum á rafbílum í Evrópu frá og með 2010, eða í áratug. Og fremstir voru þeir á þessu sviði í heiminum þar tl 2018 er seldir voru fleiri rafbílar í Kína og Bandaríkjunum. 

Nú stefnir allt í að Þjóðverjar hafi einnig farið fram úr Norðmönnum á síðustu dögum nýliðins ár því nýskráðir voru 57.533 rafbílar í Þýskalandi, að sögn Bloomberg. Til samanburðar voru þeir   56.893 í Noregi.

Norðmenn geta áfram borið höfuðið hátt því langt er í að nokkur önnur þjóð skáki þeim hvað bílaeign á hvert mannsbarn varðar. Þar verða þeir áfram í algjörum sérflokki.

mbl.is