Hekla leiðir sölu vistvænna bifreiða

Nýskráningar fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja. Hlutdeild rafmagns- og tengiltvinnbifreiða …
Nýskráningar fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja. Hlutdeild rafmagns- og tengiltvinnbifreiða frá 2016.

Aðeins Noregur getur stært sig af hærra hlutfalli nýskráninga rafmagns- og tengiltvinnbíla fyrir árið 2019 en Ísland. Í fyrra voru 28,4% af öllum nýskráðum bílum til einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi annað hvort rafmagns- eða tengiltvinnbílar.

Hekla heldur efsta sætinu með 38,5% hlutdeild á vistvæna bílamarkaðnum á nýliðnu ári. Var tengiltivinnbíllinn Mitsubishi Outlander PHEV mest seldi bíll ársins 2019 til bæði einstaklinga og fyrirtækja en í nýskráningum fólks- og sendibíla árið 2019 endar Hekla árið í þriðja sæti með 15,7% hlutdeild, segir í tilkynningu frá bílaumboðinu.

„Þegar horft er yfir árið 2019 á íslenskum sendibílamarkaði tróna Volkswagen stvinnubílar á toppnum með um 19% hlutdeild og sé horft á Volkswagen merkin er Volkswagen þriðja stærsta vörumerki ársins með 7,57% hlutdeild,“ segir þar ennfremur.

Fjölda nýjunga að vænta

Nýskráningar bílaumboða á vistvænum ökutækjum 2019 (rafmagns-, tengiltvinn- og metanbifreiðar).
Nýskráningar bílaumboða á vistvænum ökutækjum 2019 (rafmagns-, tengiltvinn- og metanbifreiðar).


Á nýbyrjuðu ári er að vænta frá Heklu fjöldann allan af áhugaverðum nýjungum, að sögn Jóhanns Inga Magnússonar vörumerkjastjóra. „Þegar horft er fram á árið og það sem framundan er mun Volkswagen halda áfram kynningu og sölu á nýju ID rafbílalínunni en við höfum greint mikinn áhuga hjá Íslendingum á þessum alrafmögnuðu fólksbílum.

Skoda á von á að Superb iV komi til landsins á næstu mánuðum og á haustmánuðum kemur CITIGOe iV sem er sérlega hagkvæmur smábíll knúinn rafmagni. Mitsubishi hefur síðustu misseri haldið gríðarsterkri markaðsstöðu með tengiltvinnbílnum Outlander PHEV en fyrir nokkrum mánuðum var kynnt ný útgáfa af honum sem vakið hefur mikla lukku. Audi e-tron sportjepparnir hafa notið mikilla vinsælla og á næstu vikum og mánuðum verður ekkert lát þar á þegar þeir fara að streyma til landsins. Þetta eru einkar spennandi tímar og ótrúlega mikil þróun sem hefur átt sér stað síðustu misseri í framboði á vistvænum ökutækjum sem við hjá Heklu fylgjumst að sjálfsögðu grannt með,“ segir Jóhann Ingi.

Skoda átti sína fulltrúa á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.
Skoda átti sína fulltrúa á stórsýningu Heklu um nýliðna helgi.



mbl.is