Kia með mestu markaðshlutdeild frá upphafi

Kia e-Niro.
Kia e-Niro.

Askja var söluhæsta bílaumboðið í desember sl. og Mercedes-Benz EQC var söluhæsti rafbíllinn á markaðnum hér á landi í desember. Þá var Askja þriðja söluhæsta bílaumboðið á landinu árið 2019 á eftir Toyota og BL.

Askja seldi alls 1.687 fólksbifreiðar á síðasta ári en alls seldust 11.728 fólksbílar hér á landi árið 2019.

Kia var í öðru sæti á eftir Toyota yfir mest seldu bíla landsins en alls seldust 1.483 Kia bílar á síðasta ári. Kia er með 12,6% markaðshlutdeild hér á landi og hefur aukið sölu og markaðshlutdeild jafnt og þétt síðustu ár. Kia hefur aldrei verið með hærri markaðshlutdeild hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Öskju.

Kia Sportage söluhæstur hjá Kia

Einstaki söluhæsti bíllinn hjá Öskju á árinu 2019 var Kia Sportage en af rafbílum var Kia Niro söluhæstur. Kia mun bjóða mjög breiða rafbílalínu á þessu ári eða alls 10 bíla og eru sex þeirra nú þegar í sölu en fjórir munu bætast í flotann á árinu. Hér er um að ræða Kia e-Soul, Kia Optima tengiltvinnbíl í tveimur útfærslum, Kia Niro Plug-in Hybrid og Kia Niro Hybrid.

Alls eru því í boði fimm mismunandi gerðir rafknúinna bíla, en Kia var á dögunum útnefndur framleiðandi ársins í flokki tengiltvinn fólksbíla hjá Green Fleet. XCeed Plug-in Hybrid og Ceed Sportswago Plug-in Hybrid væntanlegir á næstu mánuðum og er forsala á þessum bílum þegar hafin hjá Öskju.

mbl.is