Tveir rafbílar frá Honda í ár

Honda e var til sýnis hjá Öskju árla í janúar.
Honda e var til sýnis hjá Öskju árla í janúar.

Honda hefur markað sér afgerandi stefnu í rafvæðingu og á næstu 36 mánuðum mun japanski bílsmiðurinn kynna sex nýja umhverfisvæna bíla á markað í Evrópu. Þar af verða tveir rafbílar og fjórir tvinnbílar.

 Nýr Honda e rafbíll og Honda Jazz í tvinnútfærslu eru fyrstu bílarnir af þessum sex nýju, umhverfisvænu bílum úr smiðju Honda og koma þeir báðir á þessu ári.

Honda e var forsýndur í nýjum sýningarsal Hondu að Fosshálsi 1 á dögunum og er forsala þegar hafin. Honda CRV Hybrid var söluhæstur Honda bíla á síðasta ári og var á meðal mest seldu bíla landsins.

 Askja tók við Honda umboðinu undir lok síðasta árs og er því með umboð fyrir þrjú bílmerki. Mun fyrirtækið bjóða upp á stóraukið úrval rafbíla á þessu ári í öllum þremur merkjunum.
 

Honda CRV tvinnbíllinn.
Honda CRV tvinnbíllinn. Kristinn Magnússon
mbl.is