Honda hefur tekist að finna hjólið upp aftur

Snertiskynsstýrið sem Honda hefur þróað fyrir bíla framtíðarinnar.
Snertiskynsstýrið sem Honda hefur þróað fyrir bíla framtíðarinnar.

Honda hefur þróað nýtt bílstýri sem bílsmiðurinn segir helgað auknum og endurbættum akstri. Aðeins þarf að klappa því lítillega, þá hrekkur bíllinn í gang.

Segja má að hér sé um að ræða „snertistýri“ því það dugar að strjúka því laust til að skipta um sjálfakstursham, en átta slíkir eru í boði.

Og til að keyra af stað og auka hraðann þarf aðeins að ýta stýrinu fram. Og að sama skapi er togað í stýrið til að hægja ferðina og bremsa. Ekki fylgir fregnum hvers lags blíðuhót þarf til að fá stýrið til að snúa bílnum við.

Með öðrum orðum má segja að þetta magnaða stýri sé miðpunktur taugakerfis sjálfakstursbúnaðar framtíðarbíls. Ætli Honda mæti í fyllingu tímans með það til leiks. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: