Sætið blekkir hugann á meðan ekið er

Nuddsæti JLR kallar fram hjá fólki tilfinningu eins og það …
Nuddsæti JLR kallar fram hjá fólki tilfinningu eins og það sé að ganga.

Jaguar Land Rover hefur hannað og hafið þróun á bílsætum sem sögð eru það nýstárleg að fólk standi í þeirri trú að það sé að æfa sig þegar setið er í þeim.

Sætið er á stöðugri ferð og sá er í því situr hefur á tilfinningunni að hann sé á gönguferð; þannig nuddar sætið gangvöðvana. Tilgangurinn er að líkja eftir hreyfingum og togkröftum gangs til að minnka hætturnar sem fylgja langvarandi kyrrsetu undir stýri.

Svo háþróað er sæti þetta að það lagar sig að stærð og fyrirferð hvers og eins, bílstjóra sem farþega.

Samkvæmt gögnum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) situr rúmur fjórðungs mannkynsins – um 1,4 milljarðar manns – of lengi dag hvern. Slík seta stuðlar að vöðvaskemmdum í fótleggjum, mjöðmum og þjóvöðvum. Sú hætta ógnar sérstaklega fólki sem ekur að staðaldri langt og mikið.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: