Sony birtist óvænt með fullbúinn rafbíl

Sony Vision-S hlaut mikla athygli á CES-sýningunni.
Sony Vision-S hlaut mikla athygli á CES-sýningunni. AFP

Einhver óvæntasta uppákoman á neytendarafeindatækjasýningunni CES í Las Vegas í Bandaríkjunum nýverið var þegar rafbíll í fullri stærð birtist á bás japanska risans Sony, en hann hefur getið sér góðan orðstír fyrir margt annað en bílaframleiðslu.

Vision-S heitir bíllinn og gæti nafnið bent til framtíðarsýnar Sony á eigin bílsmíði. Þetta reyndist alvöru bíll og hannaður og þróaður innan veggja iðjuvera þar sem tölvur, myndavélar, sjónvörp, leiktækjatölvur og önnur margmiðlunartæki og tól hafa orðið til.

Vision-S er sjálfekinn bíll og brynjaður 33 nemum sem stýra ferðinni. Stærðarskjár leggur undir sig allt mælaborðið, spjaldtölvur er að finna við aftursætin og engan dauðan blett er að finna í 360° víðóma hljóðkerfi.

Sony hefur þróað bílinn í samstarfi við íhlutasmiðinn Magna International, Continental AG, Elektrobit og Benteler/Bosch. Honum er ætlað að vera nokkurs konar sýningarbíll fyrir nýjustu tækni Sony og er sítengdur við netið. Er tæknibúnaðurinn svo mikill og háþróaður að Sony kallar öll stuðningskerfi ökumannsins „öryggisverndarhjúp“.

Vision-S er mitt á milli þess að vera þróunarbíll og fullskapaður bíll. Hann er ökufær og knúinn áfram af tveimur 200 kílóvatta rafmótorum, með drif á öllum fjórum hjólum. Sony segir hann aðeins þurfa 4,8 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hármarkshraði er 240 km/klst.

Nei, þennan bíl verður ekki hægt að kaupa, alla vega ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Sony hefur hvorki áform um fjöldaframleiðslu hans eða takmarkaða smíði. agas@mbl.is

Sony Vision-S hlaut mikla athygli á CES-sýningunni.
Sony Vision-S hlaut mikla athygli á CES-sýningunni.
Sony Vision-S hlaut mikla athygli á CES-sýningunni.
Sony Vision-S hlaut mikla athygli á CES-sýningunni.
Sony Vision-S hlaut mikla athygli á CES-sýningunni.
Sony Vision-S hlaut mikla athygli á CES-sýningunni.
Undirvagn Sony Vision-S er undirlagður rafhlöðu bílsins.
Undirvagn Sony Vision-S er undirlagður rafhlöðu bílsins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: