Frumsýna nýjan GLC og GLS

Sportjeppinn GLC ætti að höfða til margra enda vel útbúinn …
Sportjeppinn GLC ætti að höfða til margra enda vel útbúinn og til í hvað sem er.

Bílaumboðið Askja frumsýnir á laugardag Mercedes-Benz-sportjeppana GLC og GLS. Sýningin fer fram að Krókhálsi 11 frá kl. 12 til 16.

Nýr GLC þykir glæsilega hannaður sportjeppi með kraftalegar línur. „Sportlegir stuðarar og sterklegt útlit einkennir GLC og ný LED-aðalljós gefa honum sterkan svip,“ segir í tilkynningu frá umboðinu. „GLC kemur nú í nýrri tengiltvinn-útfærslu með bensínvél og rafmótor. Samanlagt skilar tengiltvinnvélin 320 hestöflum í gegnum hina einstöku níu þrepa sjálfskiptingu 9G-TRONIC. Rafhlaðan er stærri en áður og er drægið nú allt að 50 km á hreinu rafmagni samkvæmt WLTP-staðli. Síðar á árinu verður GLC fáanlegur sem tengiltvinnbíll með dísilvél.“

Þá er GLS stór og stæðileg glæsikerra sem bílablaðamenn hafa lofað fyrir góða aksturseiginleika utan vegar. Í GLS eru sæti fyrir sjö manns og hægt er að stilla sætin eftir fjölda farþega og farangursmagni. GLS má einnig panta í 6 sæta lúxusútfærslu. „Hann býður upp á allt að 2.400 lítra farangursrými. Jeppinn er búinn 9G-TRONIC, níu gíra sjálfskiptingu sem er skilvirk, þægileg, snörp og dregur úr eldsneytisnotkun þegar við á,“ segir í tilkynningu.

Grunngerð GLS er með 286 hestafla vél en velja má kraftmeiri bensín- og díselvélar sem framleiða allt að 612 hestöfl. Dráttargetan er 3,5 tonn.

mbl.is