Virðulegur, örlátur, ljóðrænn

Citroen DS Aero Sport Lounge.
Citroen DS Aero Sport Lounge.

Franski bílsmiðurinn Citroen, eða öllu heldur lúxusbíladeild fyrirtækisins, DS, mun kynna nýjan þróunarbíl í Genf í næsta mánuði. Er um hann rætt í frönskum miðlum sem þar sé á ferð framtíðar lúxusrafbíll DS.

„Virðulegur, örlátur, ljóðrænn“ eru einkunnarorð bílsins, að sögn DS.  

DS Aero Sport Lounge er bíll þessi nefndur til að byrja með, eða DS ASL.
Með honum kynnir Citroen-samsteypan ný smíðisefni sem sótt eru í náttúruna sem eru bæði sjálfbær og endurnýtanleg.

Hermt er að stíll ASL brjóti í bága við vissa hönnunarkóða, meðal annars þeirra sem DS hefur stuðst við.

Bæði mælaborðið og sætisbökin eru með inngreyptum skreytingum úr sérstakri tegund stráa sem ræktuð eru í Búrgúnd, fæðingarhéraði Jean- Pierre yfirhönnuðar PSA-samsteypunnar. Voru stráin meðhöndluð með sérstakri 17. aldar tækni til að gera úr þeim byggingarefni. Eru þau þurrkuð, lituð, stilkurinn svo klofinn og límdur á möttu hliðinni og flattur út.  

Mikið hefur verið lagt í straumfræði ASL. Beggja vegna yfirbyggingarinnar er loftstraumnum beint  báðum megin grillsins. Lítur helst út eins og vindurinn hafi meitlað straumlínur yfirbyggingarinnar. Hefur verið komist svo að orði að hliðar ASL-bílsins byggi á sömu forsendur og kókflaska.

DS Aero Sport Lounge
DS Aero Sport Lounge
DS Aero Sport Lounge
DS Aero Sport Lounge
DS Aero Sport Lounge
DS Aero Sport Lounge
mbl.is