Mini heldur að sér höndum

Mini bíður átekta fyrst um sinn vegna Brexit.
Mini bíður átekta fyrst um sinn vegna Brexit.

Þýski bílsmiðurinn BMW hyggst bíða og sjá hverjar afleiðingarnar af útgöngu Breta úr ESB verða áður en tekin verður  ákvörðun um framtíð Mini.

Málið snýst um fjórðu kynslóð Mini og þá hvort og hvenær hún verði að veruleika. Í millitíðinni verður núverandi kynslóð bílsins haldið við með áframhaldandi smíði hennar. Í

Frá því BMW yfirtók Mini árið 1994 sendi fyrirtækið nýjar kynslóðir á markað árin 2001, 2006 og 2014. Þykir kominn tími á enn eina nýja því salan á smábílnum frá Oxford dróst saman um 4% í fyrra og nam 346.639 eintökum.

mbl.is