Öflugur Grandland X eflist

Opel Grandland X Hybrid4
Opel Grandland X Hybrid4

Stærsti jeppi Opel, Grandland X, eflist mjög að getu þegar hann kemur sem tengiltvinnbíllinn Grandland X Hybrid4. Hefur hann þá úr 300 hestöflum að spila.

Opel mun hleypa nýjum Grandland X af stokkunum eftir nokkrar  vikur. Væntir bílsmiðurinn að hann öðlist mikla sölu, ásamt litla rafdrifna smábílnum Corsa.
 
Með tvinnútfærslunni fylgir fjórhjóladrif en það verður rafknúið á afturöxli. Sagt er að útfærslan sé með þeim hætti að bíllinn tæmist aldrei það mikið af rafmagni að framhóladrifið virki ekki eðlilega.

Til viðbótar 200 hesta 1,6 lítra bensínvél í aflrásinni og verður á framöxlinum 110 hestafla rafmótor. Við ræsingu fer bíllinn rakleitt í rafham. Við fulla hleðslu 13,2 kílóvattstunda rafgeymis dugar aflið til 59 km aksturs á rafmótornum einum, áður en bensínvélin fer af stað og bíllinn heldur ferðinni áfram í tvinnham.

Geymirinn er undir aftursætinu og verður ekki tengdur hraðhlöðu, heldur með 3,7 kílóvatta hleðslu heima við hús. Verður hægt að fá hana uppfærða í 7,4 kílóvött.

Stærð rafgeymisins var valin út frá þeirri forsendu að sem flestir gætu ekið á rafmagni einu til og frá vinnu án þess að hlaða milli ferða. Ennfremur að stærðin skerti farangursrýmið sem minnst.

Með sín 300 hestöfl kemst Opel Grandland X Hybrid4 úr kyrrstöðu í hundraðið á 6,1 sekúndu. Með því er hann hraðskreiðasti bíll Opel í dag. Hámarkshraði hans er uppgefin 235 km/klst.

Opel Grandland X er hannaður og þróaður frá grunni í samstarfi við móðurfélagið, PSA-samsteypuna. Tvinntækni bílsins er sú sama og er að finna í aflrásum Peugeot 3008 GT tengiltvinnbílsins og DS 7 Crossback E-Tense.

Opel Grandland X Hybrid4.
Opel Grandland X Hybrid4.
Aflrás Opel Grandland X Hybrid4.
Aflrás Opel Grandland X Hybrid4.
Opel Grandland X Hybrid4
Opel Grandland X Hybrid4
Opel Grandland X Hybrid4.
Opel Grandland X Hybrid4.
Opel Grandland X Hybrid4.
Opel Grandland X Hybrid4.
Opel Grandland X Hybrid4.
Opel Grandland X Hybrid4.
mbl.is