Annáluð staðfesti

Ford Fiesta
Ford Fiesta

Bretar eru miklir og staðfastir reglumenn og segir það m.a. til sín í bílakaupum. Eins og svo mörg ár þar á undan varð Ford Fiesta söluhæsti einkabíllinn í Bretlandi 2019.

Það er til marks um yfirburði Fiestunnar í Bretlandi að hún heldur efsta sætinu í fyrra þrátt fyrir að sala bílsins hafi dregist saman um 18,8% frá 2018. Voru 77.833 Fiestabílar nýskráðir 2019. 

Sala á stallbróðurnum Ford Focus jókst um 12,1% í 56.619 eintök og hreppti hann þriðja sætið á  lista yfir 10 söluhæstu bíla Bretlands 2019.

Í öðru sæti varð Volkswagen Golf með 58.994 eintök en sala hans dróst saman um 11,7%

Mercedes A Class skaust upp í sjötta sæti  og birtist í fyrsta sinn á listanum, jók söluna um 23,4% í 53.724 eintök. Stallbróðirinn Mercedes C Class lækkaði í sölu um 15,9% en hann varð fjórði söluhæsti bíllinn með 54.838 eintök.

Milli Mercedesbílanna varð Opel Corsa með 54.239 eintök, sem er 2,5% aukning.

Í fjórum neðstu sætunum urðu Nissan Qashqai (52.532 +3,2%) sem féll um tvö sæti,
Ford Kuga (41.671 +3,1%), Mini með 41.188 eintök og 8,3% samdrátt og loks
Volkswagen Polo sem lækkaði 17% frá 2018 í 37.453 selda bíla

Ford Fiesta.
Ford Fiesta.
mbl.is