Franskur vinur fyrir borgarbúa

Citroen Ami hinn væntanlegi.
Citroen Ami hinn væntanlegi.

Þau hjá Citroën vilja meina að dagar einkabílsins séu hér um bil taldir, en að ekki sé þar með sagt að allir kæri sig um að ferðast um á rafmagns-hlaupahjóli óvarðir gegn veðri og vindum, eða sitja eins og sardínur í dós í borgarlínuvagni.

Samgöngulausn sem ætti að hitta í mark hjá öllum þorra fólks: agnarsmár og berstrípaður rafmagnsbíll með sæti fyrir tvo og pláss fyrir nokkra innkaupapoka. Franski bílaframleiðandinn sér fyrir sér að ör-bíllinn Ami verði fáanlegur bæði til eignar (á 6.000 evrur), til leigu eða til afnota í gegnum deilibíla-áskrift og kostar aksturinn þá 0,26 evrur á mínútuna.

Þess hefur verið gætt að gera Ami eins ódýrt farartæki og kostur er og þannig eru t.d. hurðarrúðurnar úr plasti og sömu mótin notuð fyrir fram- og afturstuðarann. Í Ami er hvorki útvarps- né leiðsögutæki, en statíf fyrir snjallsíma ökumanns.

Þá flokkast Ami ekki sem bíll heldur sem „létt fjórhjól“, enda agnarsmátt farartæki með aðeins 45 km/klst hámarkshraða, og ættu því lögin á mörgum stöðum að leyfa að táningar setjist á bak við stýrið án þess að hafa bílpróf. Komast má 70 km á hleðslunni og fylla rafhlöðurnar á þremur klukkutímum með því að stinga í samband við hefðbundna 220v innstungu. ai@mbl.is

Citroen Ami hinn væntanlegi.
Citroen Ami hinn væntanlegi.
Citroen Ami hinn væntanlegi.
Citroen Ami hinn væntanlegi.
Citroen Ami hinn væntanlegi.
Citroen Ami hinn væntanlegi.
Citroen framleiddi bíl undir nafninu Ami á árunum 1961 til …
Citroen framleiddi bíl undir nafninu Ami á árunum 1961 til 1978. Þeir sáust m.a. á götum landsins á því árabili.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: