Í anda fimmtugs öldungs

Einn af bílunum sex sem hannaðir voru með innblæstri frá …
Einn af bílunum sex sem hannaðir voru með innblæstri frá hinum fimmtuga Citroen SM.

Í nýliðinni viku var hálf öld liðin frá því einn af stílfegurri bílum Citroen, SM, rann fyrst af færiböndunum. Var hann frumsýndur 10. mars 1970 en hann var meðal annars búinn afar þýðri vökva- og loftfjöðrun, sem franski bílsmiðurinn var frægur fyrir.


Í vélarhúsinu var að finna V6 vél frá Maserati er skilað að minnsta kosti 170 hestöflum. Höfuðljósin snerust er þau beindu ljósgeislanum inn í beygjur. Hönnun bílsins í heild þótti einkar framúrstefnuleg.

Til að minnast tímamótanna fól DS, lúxusbíladeild PSA, hópi hönnuða að sýna hvernig nútímaútgáfa lúxusbílsins gæti litið út, miðað við þær forsendur sem hönnun upphaflega SM-bílsins studdist við.

Sex bílar voru skapaðir og lauk birtingu mynda af þeim í gær. Almenningur fær tækifæri til að láta í ljós álit á niðurstöðunum og greiða atkvæði um hver þeirra sé flottastur á fésbókar-, instagram og tvittersíðum DS. Við endanlega ákvörðun um sigurvegara ráða deilingar fréttum og myndum af bílunum. Til að taka þátt í kjörinu ber að senda hashtaggið #SM2020 til Instagram og Twitter síðanna @DS_Official agas@mbl.is

Einn af bílunum sex sem hannaðir voru með innblæstri frá …
Einn af bílunum sex sem hannaðir voru með innblæstri frá hinum fimmtuga Citroen SM.
Hinn dáði öldungur Citroen SM.
Hinn dáði öldungur Citroen SM.
Hinn dáði öldungur Citroen SM.
Hinn dáði öldungur Citroen SM.
mbl.is