Flauta París af

Gestkvæmt er á bílasýningunni í París í október 2018.
Gestkvæmt er á bílasýningunni í París í október 2018. AFP

Bílasýningin í París sem fram átti að fara í haust hefur verið flautuð af vegna sjúkdómsfaraldursins af völdum kórónuveirunnar.

Sýningin hefur verið sú stærsta í heiminum og átti að fara fram 2. til 11.  október nk.  Ekki þótti annað koma til álita vegna faraldursins sem ekki sér fyrir endann á en aflýsa sýningunni með öllu.

Sýningin hefur verið að breytast í takt við tímann í það sem aðstandendur hennar kalla „Hreyfihátíð Parísar“. Þar verður aukin áhersla lögð á „nýsköpun og sjálfbær ferðalög og samgöngur“.  

mbl.is