Kaupa rafvirkjar rafbíl?

Renault Zoe rafbíll í hleðslu.
Renault Zoe rafbíll í hleðslu.

Franska bílablaðið Auto Plus spyr sig að því hversu margir rafvirkjar auki um á rafbíl.

Ætla mætti að þeir væru fleiri en raunin er, en að sögn frönsku bifreiðaskrárinnar reyndust  1.187 rafvirkjar skráðir fyrir rafbíl þann fyrsta desember sl.

Langflestir þeirra kusu sér Renault Zoe, eða 480, sem er 41% hlutdeild. Næstflestir, eða 283, kusu létta atvinnubílinn Renault Kangoo Z.E.

Í þriðja sæti var Peugeot Partner Electric sem 70 völdu, í fjórða sæti var Nissan e-NV200 (47) og loks Citroen e-Berlingo (40).

mbl.is