Villtasta fjórhjól heims

SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel

Meðal bíla sem til stóð að sýna í Genf í byrjun mars var slóvakískt farartæki sem er hreint ekki venjulegt fjórhjól.

Framleiðandinn Victor Engel ræðir um farkost sinn sem fjórhjól og sérfræðingar gera gott betur og tala um fyrsta ofurfjórhjól heims, eða SuperQuad.

Það er í hlutföllunum, 1:1, það er að segja að vélarhestöflin eru jafn mörg og kílóin sem farartækið vegur. Á heimasíðu Engler Automotiv kemur fram að hestöflin eru 1.100 sem segir strax um eigin þyngd bílsins. Þar segir og að hámarkshraðinn sé 350 km/klst og snerpan er slík að hann hefur náð 100 km hraða aðeins 2,5 sekúndum eftir ræsingu.  
 
Undir SuperQuad eru léttustu magnesíum felgur heims. Að dekki meðtöldu vega framhjólin 7,5 kílóum og afturhjólin  8,2 kg. Yfirbyggingin og grind eru úr koltrefjum og vega 100 kíló. Í vélarhúsinu hvílir svo 5,2 lítra V10-vél.

SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
SuperQuad Victors Engel
mbl.is