Benni hækkar ekki verð

Bílabúð Benna býður óbreytt verð á SsangYong og Opel.
Bílabúð Benna býður óbreytt verð á SsangYong og Opel.

Bílar frá Bílabúð Benna munu ekki hækka í verði þrátt fyrir veikingu krónunnar af völdum kórónuveirufaraldursins.

Kemur þetta fram í tikynningu frá búðinni en óvissan í  landinu á ekki síður við um bílaumboðin sem nú horfa fram á að veiking krónunnar þrýstir á verðhækkanir nýrra bíla.

Í tilkynningunnni segir að fyrirtækið hafi í samvinnu við birgja sína náð að halda verði á nýjum bílum óbreyttu.

„Við höfum alltaf lagt metnað okkar í að standa verðlagsvaktina. Þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun undanfarið hefur Bílabúð Benna ekki hækkað verð á nýjum bílum,“  segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðarinnar. „Þetta er okkar framlag til verðstöðugleika og þannig léttum við undir með því fólki sem er í bílahugleiðingum,“ bætir Benedikt við.

mbl.is