Besti minni fjölskyldubíllinn

Rafbíllinn Hyundai Kona.
Rafbíllinn Hyundai Kona.

Rafbíllinn Hyundai Kona hefur verið útnefndur besti minni fjölskyldubíllinn í hinum vinsæla breska bílaþætti, TopGear.

Meðal þess sem stuðst var við í einkunnargjöfinni var reynsla þáttastjórnenda af 1.600 km ferðalagi á bílnum um níu Evrópulönd, og hlaut Hyundai Kona EV sérlega góða dóma fyrir snerpu og mýkt í akstri og síðast en ekki síst fyrir langdrægi uppfærðrar rafhlöðunnar sem komin er í 484 km. Von er á þeirri rafhlöðu til Hyundai á Íslandi á næsta ári.

„Umsjónarmenn þáttarins með Charlie Turner ritstjóra tímarits TopGear hjá BBC fremstan í flokki hófu ökuferðina í Tékklandi á Hyundai Kona EV sem búinn er hinni nýju 64 kWh rafhlöðu. Í ferðinni komu þeir við á hleðslustöðum, sem fjölgar sífellt dag frá degi í Evrópu, og hlóðu bílinn ávallt upp í 80% til að komast fljótar yfir á ferðalaginu enda um mörg lönd að fara; Þýskaland, Austurríki, Sviss, Lichtenstein, Frakkland, Lúxemborg, Belgíu og Hollandi þar sem ferðalaginu lauk.

Eftir ferðina sagði Turner m.a. að tækni rafbíla tæki svo stórstígum framförum um þessar mundir að það sé í raun löngu liðin tíð að ökumenn og neytendur almennt hafi ástæðu til að óttast langferðalög á rafbílum og alls ekki á Hyundai Kona EV.

Sagan af ferðalaginu er að finna í nýjasta hefti tímaritsins TopGear magazine,“ segir í tilkynningu.

mbl.is