Banaslysum fækkar

Hægt mjakast bílarnir á bandarískri hraðbraut.
Hægt mjakast bílarnir á bandarískri hraðbraut.

Þriðja árið í röð hefur dregið úr banaslysum í umferðinni í Bandaríkjunum.

Samkvæmt reiknilíkönum er áætlað að dauðsföllin í ár verði 36.120, sem er 1,2% fækkun miðað við fjölda látinna í umferðinni árið 2018. Á sama tíma jókst umferðin um 0,9%.

Í fyrra var dánartíðin sem svarar 1,1 dauðsfalli á hverjar 100 milljónir ekinna kílómetra. 

Til samanburðar má geta þess að árið 1980 var dánartíðnin þrefalt hærri og týndu það ár 51.091 manns lífi á vegum Bandaríkjanna.

mbl.is