Ioniq hæst skrifaður

Hyundai Ionic veitir eigendum mesta gleði.
Hyundai Ionic veitir eigendum mesta gleði.

Árlega er útnefndur í Bretlandi ánægjulegasti bíllinn að eiga og hefur Hyndai Ioniq hreppt heiðurinn, samkvæmt svonefndum Honest John Satisfaction Index.

Alls svöruðu 10.000 bíleigendur könnun sem að baki ánægjuvísitölunni liggur. Spurningarnar snerust meðal annars um þægindi bílsins, tækni, meðfærileika.

Hlaut Ioniq meðaleinkunnina 93.7% og skar sig úr frá öðrum. Bíllinn kom fyrst á markað árið 2016. Hann var uppfærður verulega þremur árum seinna, 2019. Hann fæst í þremur útgáfum, sem tvinnbíll, tengiltvinnbíll og sem hrein rafbíll.

Ioniq fæst í þremur útgáfum, sem tvinnbíll, tengiltvinnbíll og sem …
Ioniq fæst í þremur útgáfum, sem tvinnbíll, tengiltvinnbíll og sem hrein rafbíll.
mbl.is