Sendibíllinn sló alla aðra út

Hálf öld var frá því sendibíll var mest selda staka …
Hálf öld var frá því sendibíll var mest selda staka bílmódelið.

Það kann að hljóma undarlega, ef ekki lygilega, að sendibíll skyldi verða söluhæsta bílmódelið í aprílmánuði í Bretlandi. En er engu að síður staðreynd.

Þetta afrekaði Mercedes-Benz Sprinter-sendibíllinn, samkvæmt upplýsingum frá breska bílgreinasambandinu (SMMT). Er þetta í fyrsta sinn frá í júní 1970, eða í hartnær hálfa öld, að sendibíll slær út vinsælustu fólksbílana. Það afrekaði Ford Transit fyrir 50 árum, á kostnað Ford Escort.

Alls voru nýskráðir Sprinter-bílar í apríl 814 talsins og nam það 25% hlutdeild í markaðinum fyrir létta atvinnubíla.

Í nýliðnum apríl hrundi annars bílasala í Bretlandi um 97% vegna lokunaraðgerða í stríðinu gegn kórónuveirunni. agas@mbl.is

Hálf öld var frá því sendibíll var mest selda staka …
Hálf öld var frá því sendibíll var mest selda staka bílmódelið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: