Sýnir 760 hesta Porsche Taycan

Porsche Taycan.
Porsche Taycan.

Fyrsti viðburðurinn á afmælisdagskrá Bílabúðar Benna, sem fagnar 45 ára afmæli í ár, er frumsýning á rafmagnsofurbílnum Porsche Taycan á morgun, laugardaginn 6. júní.

„Hér er á ferðinni ótrúlega magnaður rafbíll sem lengi hefur verið beðið eftir og markar straumhvörf í rafbílaheiminum að sögn. Hann hefur heillað bílagagnrýnendur og hlaut m.a. titilinn Bíll ársins 2020 í Þýskalandi,“  segir í tilkynningu.

Þá verður á staðnum m.a. hreini rafbíllinn Opel Ampera og sportjeppi fjölskyldunnar, Opel Grandland X, sem bráðum verður í boði í 300 hestafla tvinnútfærslu. Þá heilsa sumri á sýningunni, fjórhjóladrifna þrenningin frá SsangYong; Rexton, Korando og Tívolí, en sá fyrstnefndi státar af titlinum „jeppi ársins“.

Sýning Bílabúðar Benna, fer fram að Krókhálsi 9, og stendur frá klukkan 12 til 16.


mbl.is