Enginn formaður í nýrri stjórn

Táknmerki Bílgreinasambandsins.
Táknmerki Bílgreinasambandsins.

Fallið hefur verið frá því að hafa formann yfir stjórn Bílgreinasambandsins. Í hans stað kemur framkvæmdastjóri sambandsins fram fyrir hönd þess.

Þetta var ákveðið á aðalfundi BGS fyrir helgi og skipa nú stjórnina sex menn, auk  tveggja varamanna.

Stjórnina skipa, fyrir hönd sölusviðs, Bjarni Benediktsson frá Víkurvögnum, Egill Jóhannsson frá Brimborg og Heiðar J. Sveinsson frá BL, og fyrir hönd þjónustusviðs Áskell Þór Gíslason frá Höldi, Einar Sverrir Sigurðsson frá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur og Jóhannes Jóhannesson frá Íslensk-Bandaríska.

Varamenn eru Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna og Elísabet Jónsdóttir frá Löður.

Jón Trausti Ólafsson, forstjóri bílaumboðsins Öskju, hefur verið formaður BGS undanfarin sjö ár.

mbl.is