Flestar nýskráningar til Norðurlands eystra

Hlutfallslega flestir nýskráðir bílar fóru tl Norðurlands eystra 2019.
Hlutfallslega flestir nýskráðir bílar fóru tl Norðurlands eystra 2019.

Norðurland eystra átti metið í nýskráningum bíla í fyrra þegar miðað er við fjölda bíla á íbúa.

Á Norðurlandi eystra reyndust 64 bílar vera á hvert þúsund íbúa. Þar á eftir komu Suðurnesin og í þriðja sæti varð höfuðborgarsvæðið.

Meðalaldur bílaflotans hækkaði milli áranna 2018 og 2019, eða úr 12,4 í 12,7 ár sé horft til allra bíla á landinu.

Sé eingöngu horft til þeirra bíla sem skráðir eru í umferð lækkar talan nokkuð eða í 9,86 ár úr 9,91 ári.

mbl.is