Gjaldið hefur hækkað tíu ár í röð

Á Drottningarbraut á Akureyri.
Á Drottningarbraut á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Tekjur ríkissjóðs vegna bifreiðagjalda árið 2019 hækkuðu frá árinu áður, og hafa þar með hækkað milli ára öll síðustu 10 árin.

Hins vegar lækkuðu milli ára vanrækslugjöld sem lögð eru á bíleigendur sem trassa að fara með bíla sína í skoðun. Þykir það endurspegla aukna samviskusemi almennings við að láta skoða bíla sína.

Kemur þetta fram í nýrri árbók Bílgreinasambandsins (BGS). Þar má m.a. lesa, að fyrirtækjum innan bílgreina fjölgaði töluvert á síðasta ári, eða um 45, og voru þau flest á sviði viðgerða og viðhalds.

mbl.is