Stöðug lækkun í áratug

Útblástur frá bílum hefur minnkað að skaðsemi.
Útblástur frá bílum hefur minnkað að skaðsemi. AFP

Útblástursgildi nýskráðra bíla í fyrra var á pari við það sem var 2018, en þá hafði það lækkað stöðugt síðustu 10 árin.

Meðaltalið árið 2010 var í kringum 175 gr. CO2 en var í fyrra um 129 gr. CO2, sem sýnir vel þann árangur sem bílaframleiðendur hafa náð í að draga úr útblæstri og mengun nýrra bíla.

Rafhleðslustöðvum í landinu fjölgaði töluvert á milli ára og voru 140 hleðslustöðvar í rekstri við lok árs 2019, að því er fram kemur í árbók Bílagreinasambandsins (BGS).

mbl.is