Renault fækkar módelum

Renault ekið framhjá bílsmiðjunni í Douai.
Renault ekið framhjá bílsmiðjunni í Douai.

 Krafa um að hagræða í rekstrinum til að ná fram minnst 2,2 milljarða evra sparnaði er meðal þess sem bíður á skrifborði Luca de Meo þegar hann mætir til leiks sem nýr forstjóri Renault í júlí.

Óstaðfestar heimildir segja að meðal módela sem leggjast munu undir fallöxi franska bílsmiðsins verði Renault Espace, Scenic og Talisman.

Í staðinn verður aukin og vaxandi áhersla lögð á þróun og smíði rafbíla. Verður bílmiðja Renault í Douai í Norður-Frakklandi lögð undir þá starfsemi.

Renault hefur átt í vaxandi erfiðleikum vegna sölutregðu á undanförnum misserum og síðar vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Einungis margra milljarða lánafyrirgreiðsla af hálfu franska ríkisins - sem á um 15% í fyrirtækinu - bjargaði því frá gjaldþroti.

mbl.is